| Sf. Gutt
Sumir segja að leikurinn um Samfélagsskjöldinn sé bara ómerkilegur vináttuleikur. Jürgen Klopp er ekki sammála því og vill vinna leikinn. Hann segir að leikur á Wembley um verðlaunagrip hljóti að skipta máli!
,,Þetta er ekki æfingaleikur. Þetta er ekki vináttuleikur. Þetta er alvöru leikur! Svo erum við að spila við Arsenal. Við munum því reyna okkar allra besta til að vinna!"
Jürgen Klopp sagði að sumir hefði sagt í fyrra að Stórbikarinn og Heimsmeistarakeppni félagsliða væru keppnir sem skiptu ekki máli. En hann hefði fundið það þegar Liverpool vann þessar keppnir að þær skiptu sannarlega máli og það hefði verið frábært að vinna þær!
Liverpool mætti Manchester City í Skjaldarleiknum í fyrra. Liverpool spilaði mjög vel en heppnin var með Manchester City sem vann 5:4 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli. Vonandi fellur sú heppni sem þarf með Liverpool á Wembley í dag!
TIL BAKA
Alvöru leikur!

Sumir segja að leikurinn um Samfélagsskjöldinn sé bara ómerkilegur vináttuleikur. Jürgen Klopp er ekki sammála því og vill vinna leikinn. Hann segir að leikur á Wembley um verðlaunagrip hljóti að skipta máli!
,,Þetta er ekki æfingaleikur. Þetta er ekki vináttuleikur. Þetta er alvöru leikur! Svo erum við að spila við Arsenal. Við munum því reyna okkar allra besta til að vinna!"
Jürgen Klopp sagði að sumir hefði sagt í fyrra að Stórbikarinn og Heimsmeistarakeppni félagsliða væru keppnir sem skiptu ekki máli. En hann hefði fundið það þegar Liverpool vann þessar keppnir að þær skiptu sannarlega máli og það hefði verið frábært að vinna þær!
Liverpool mætti Manchester City í Skjaldarleiknum í fyrra. Liverpool spilaði mjög vel en heppnin var með Manchester City sem vann 5:4 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli. Vonandi fellur sú heppni sem þarf með Liverpool á Wembley í dag!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan