| Sf. Gutt
Er Georginio Wijnaldum á förum? Hollendingurinn hefur ekki gert við nýjan samning við Liverpool og talið er að ekki standi til að bjóða honum nýjan samning. Í það minnsta greina ýmsir fjölmiðlar frá því að sú sé raunin.
Mörgum þykir það undarlegt ef það sé rétt að ekki eigi að bjóða Georginio nýjan samning því Hollendingurinn hefur verið lykilmaður á miðjunni. Á hinn bóginn má vera að hann vilji sjálfur fara frá Liverpool. Sú kenning styrktist eftir að Ronald Koeman, sem hefur þjálfað Georginio hjá hollenska landsliðinu, tók við sem framkvæmdastjóri Barcelona. Talið er að Ronald vilji fá Georginio á miðjuna.
Georginio Wijnaldum kom til Liverpool frá Newcastle United sumarið 2016 og kostaði 25 milljónir sterlingspunda sem er svo sem ekki há upphæð nú til dags. Hann er búinn að spila 186 leiki með Liverpool og skora 15 mörk.
Það væri vont að missa Hollendinginn. En ef hann vill fara verður svo að vera!
TIL BAKA
Er Georginio Wijnaldum á förum?

Er Georginio Wijnaldum á förum? Hollendingurinn hefur ekki gert við nýjan samning við Liverpool og talið er að ekki standi til að bjóða honum nýjan samning. Í það minnsta greina ýmsir fjölmiðlar frá því að sú sé raunin.

Mörgum þykir það undarlegt ef það sé rétt að ekki eigi að bjóða Georginio nýjan samning því Hollendingurinn hefur verið lykilmaður á miðjunni. Á hinn bóginn má vera að hann vilji sjálfur fara frá Liverpool. Sú kenning styrktist eftir að Ronald Koeman, sem hefur þjálfað Georginio hjá hollenska landsliðinu, tók við sem framkvæmdastjóri Barcelona. Talið er að Ronald vilji fá Georginio á miðjuna.

Georginio Wijnaldum kom til Liverpool frá Newcastle United sumarið 2016 og kostaði 25 milljónir sterlingspunda sem er svo sem ekki há upphæð nú til dags. Hann er búinn að spila 186 leiki með Liverpool og skora 15 mörk.
Það væri vont að missa Hollendinginn. En ef hann vill fara verður svo að vera!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan