| Grétar Magnússon

Nýr varabúningur

Í dag var nýr varabúningur liðsins kynntur til leiks. Skiptar skoðanir eru á útliti treyjunnar og sitt sýnist hverjum.


Treyjan er blágræn að lit en þann lit má einnig finna á nýja aðalbúningnum. Mynstrið sækir innblástur sinn í Shankly hliðin á Anfield sem og tónlistarrætur Liverpool borgar og þær fjölmörgu auglýsingar sem finna má um alla borg sem auglýsa tónlistarviðburði.

,,Ég er mikill aðdáandi nýju treyjunnar", sagði fyrirliðinn Jordan Henderson. ,,Ég er hrifinn af hönnuninni og hvernig borgin hefur áhrif á hana og ákveðin atriði frá félaginu einnig. Ég bíð með eftirvæntingu eftir því að klæðast treyjunni á næsta tímabili."

Scott Munson frá Nike hafði þetta að segja: ,,Við erum með mjög ákveðna hönnun í huga fyrir allt það sem við framleiðum fyrir Liverpool FC. Fyrst og fremst vildum við leggja áherslu á að búa til vörur sem fagna ríkri sögu og hefð borgarinnar sem og félagsins. Varabúningurinn leyfir okkur að vera aðeins frakkari með það hvernig við tengjum menninguna við félagið og treyjan endurspeglar það."

Hægt verður að kaupa treyjuna í netverslun félagsins sem og á nike.com frá og með mánudeginum 17. ágúst.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan