| HI
Liverpool hefur staðfest kaupin á gríska vinstri bakverðinum Kostas Tsimikas. Eins og fram kom hér á vefnum í morgun höfðu enskir fjölmiðlar þegar greint frá því að kaupin væru yfirvofandi.
Tsimikas, sem er 24 ára, kemur frá Olympiakos en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2015. Hann var fastamaður í liðinu á síðasta tímabili þegar það vann grísku deildina með miklum yfirburðum. Hann hefur einnig verið lánaður til liða í Hollandi og Danmörku.
Grískur blaðamaður sagði í samtali við Liverpool Echo að Tsimikas væri mjög svipaður leikmaður og Andy Robertson - sókndjarfur og baráttuglaður. Hann sé mjög líklegur til að veita Robertson aðhald í þessari stöðu.
Við bjóðum Kostas Tsimikas velkominn og vonum að hans framlag eigi eftir að verða Liverpool happadrjúgt.
TIL BAKA
Kostas Tsimikas staðfestur sem leikmaður Liverpool
Tsimikas, sem er 24 ára, kemur frá Olympiakos en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2015. Hann var fastamaður í liðinu á síðasta tímabili þegar það vann grísku deildina með miklum yfirburðum. Hann hefur einnig verið lánaður til liða í Hollandi og Danmörku.
Grískur blaðamaður sagði í samtali við Liverpool Echo að Tsimikas væri mjög svipaður leikmaður og Andy Robertson - sókndjarfur og baráttuglaður. Hann sé mjög líklegur til að veita Robertson aðhald í þessari stöðu.
Við bjóðum Kostas Tsimikas velkominn og vonum að hans framlag eigi eftir að verða Liverpool happadrjúgt.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan

