| Sf. Gutt
Margir af traustustu fjölmiðlum Englands, svo sem Liverpool Echo og BBC, flytja fréttir þess efnis að Liverpool ætli að kaupa Kostas Tsimikas. Hann er ungur Grikki sem spilar með Olympiacos.
Hugmyndin er að Kostas Tsimikas komi inn í liðshópinn til að leysa Andrew Robertson af þegar á þarf að halda. Liverpool hafði áhuga á að kaupa Jamal Lewis frá Norwich City. Samningar náðust ekki um verð og nú virðist úr sögunni að Norður Írinn komi til Liverpool.
Kostas virðist góður kostur og hermt er að Liverpool borgi um 11 milljónir sterlingspunda fyrir hann ef samningar nást. Hann er 24. ára gamall og hefur leikið með yngri landsliðum Grikklands og þrjá landsleiki með aðallandsliðinu. Hann varð Grikklandsmeistari á síðustu leiktíð með Olympiacos.
TIL BAKA
Kostas Tsimikas til Liverpool?

Hugmyndin er að Kostas Tsimikas komi inn í liðshópinn til að leysa Andrew Robertson af þegar á þarf að halda. Liverpool hafði áhuga á að kaupa Jamal Lewis frá Norwich City. Samningar náðust ekki um verð og nú virðist úr sögunni að Norður Írinn komi til Liverpool.
Kostas virðist góður kostur og hermt er að Liverpool borgi um 11 milljónir sterlingspunda fyrir hann ef samningar nást. Hann er 24. ára gamall og hefur leikið með yngri landsliðum Grikklands og þrjá landsleiki með aðallandsliðinu. Hann varð Grikklandsmeistari á síðustu leiktíð með Olympiacos.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan