| Sf. Gutt

Fyrir fimm árum léku fimm leikmenn Liverpool í fyrsta sinn fyrir hönd félagsins. Þrír þeirra urðu lykilmenn á næstu árum og eru ennþá hjá félaginu.
Þegar Liverpool vann Stoke City 0:1 á útivelli 9. ágúst 2015 með marki Philippe Coutinho. Í þessum leik spiluðu þeir James Milner, Nathaniel Clyne, Roberto Firmino, Joe Gomez og Christian Benteke í fyrsta skipti með Liverpool.



James kom á frjálsri sölu frá Manchester City, Nathaniel frá Southampton, Roberto kom frá Hoffenheim í Þýskalandi, Joe frá Charlton Athletic og Christian var keyptur frá Aston Villa. Nathaniel stóð sig vel til að byrja með en datt svo út úr myndinni. Hann fer frá Liverpool í sumar. Christan náði sér aldrei á strik og fór eftir eitt keppnistímabili. En hinir þrír verða vonandi sem lengst hjá Liverpool!


Adam Bodgan og Danny Ings komu líka til Liverpool þetta sumar. Hvorugur varð fastamaður en meiðsli gerðu í raun út um feril Danny hjá Liverpool.
Þegar litið er á hvaða menn Brendan fékk til Liverpool síðasta sumarið sem hann gerði innkaup þá er ekki hægt annað að segja að hann hafi náð góðum leikmönnum til félagsins. Í það minnsta hafa James, Roberto og Joe gert það gott hjá Liverpool! Reyndar hefur Danny líka sýnt hversu góður hann er en hann raðaði inn mörkum með Southampton og var með markahæstu leikmönnum Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð!
TIL BAKA
Fyrir fimm árum!

Fyrir fimm árum léku fimm leikmenn Liverpool í fyrsta sinn fyrir hönd félagsins. Þrír þeirra urðu lykilmenn á næstu árum og eru ennþá hjá félaginu.

Þegar Liverpool vann Stoke City 0:1 á útivelli 9. ágúst 2015 með marki Philippe Coutinho. Í þessum leik spiluðu þeir James Milner, Nathaniel Clyne, Roberto Firmino, Joe Gomez og Christian Benteke í fyrsta skipti með Liverpool.



James kom á frjálsri sölu frá Manchester City, Nathaniel frá Southampton, Roberto kom frá Hoffenheim í Þýskalandi, Joe frá Charlton Athletic og Christian var keyptur frá Aston Villa. Nathaniel stóð sig vel til að byrja með en datt svo út úr myndinni. Hann fer frá Liverpool í sumar. Christan náði sér aldrei á strik og fór eftir eitt keppnistímabili. En hinir þrír verða vonandi sem lengst hjá Liverpool!


Adam Bodgan og Danny Ings komu líka til Liverpool þetta sumar. Hvorugur varð fastamaður en meiðsli gerðu í raun út um feril Danny hjá Liverpool.

Þegar litið er á hvaða menn Brendan fékk til Liverpool síðasta sumarið sem hann gerði innkaup þá er ekki hægt annað að segja að hann hafi náð góðum leikmönnum til félagsins. Í það minnsta hafa James, Roberto og Joe gert það gott hjá Liverpool! Reyndar hefur Danny líka sýnt hversu góður hann er en hann raðaði inn mörkum með Southampton og var með markahæstu leikmönnum Úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan