| Sf. Gutt

Ungliðar fá nýja samninga


Það sem af er sumri hafa 11 ungliðar fengið nýja samninga við Liverpool. Tveir af þeim eru nú þegar taldir aðalliðsmenn. Hér að neðan er listi yfir þessa efnilegu pilta. 

Adam Lewis. Fæddur í Liverpool og æft með liðinu frá unga aldri. Þykir efnilegur vinstri bakvörður. Hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool. 

Jake Cain. Líkt og Adam þá er hann búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var lítill. Hann spilar á miðjunni. Jake hefur leikið einn leik með aðalliðinu. Hann var Unglingabikarmeistari í fyrra. 

Leighton Clarkson. Efnilegur miðjumaður. Hann var í sigurliðinu í Unglingabikarnum og er búinn að spila tvo leiki með aðalliðinu. 

Tom Hill. Kraftmikill miðjumaður sem er búinn að vera hjá Liverpool frá unga aldri. Hann hefur spilað einn leik með aðalliðinu. 

Layton Stewart. Framherji sem er alinn upp hjá félaginu. 

Conor Bradley. Bakvörður sem hefur leikið með undir 16 ára landsliði Norður Íra. 

Vitezslav Jaros. Markmaður frá Tékklandi. Var í marki þegar Liverpool vann Unglingabikarinn í fyrra. 

Ben Winterbottom. Hann er líka markmaður. Ben kom til Liverpool frá Blackburn Rovers í fyrra. 

Jakub Ojrzynski. Þriðji markmaðurinn sem fær samning. Hann kom frá Legia í Varsjá á liðnu ári. 





Fyrir uan þessa níu fengu Curtis Jones og Harvey Elliott nýja samninga í sumar. Þeir eru á hinn bóginn nú þegar taldir aðalliðsmenn. Curtis er kominn með Englansmeistaratitil á ferilskrá sína auk þess að vera hluti hópsins sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Harvey varð Stórbikarmeistari og heimsmeistari auk þess að fá verðlaunapening fyrir að verða hluti af liðshópnum sem varð Englandsmeistari. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan