| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Nýr aðalbúningur
Við höfum beðið með eftirvæntingu eftir því að fá að sjá nýja Nike aðalbúning félagsins og nú er biðinni lokið.

Blágræni liturinn í kraga og á ermum kemur kannski svolítið á óvart en hann hefur þó verið samofinn sögu félagsins allt frá stofnun þess. Liturinn tengist einnig sögu borgarinnar sjálfrar en litatónninn er sýnilegur á hinum fræga Liver Bird sem situr á toppi hinnar frægu Liver byggingar í borginni.
Aðalbúningurinn fer formlega í sölu þann 6. ágúst næstkomandi en hægt er að forpanta í netverslun félagsins á https://store.liverpoolfc.com/. Að sjálfsögðu verður hægt að bæta við gullmerkjum sem sýna fram á Úrvalsdeildartitilinn sem og merki Heimsmeistara félagsliða.
Virgil van Dijk hafði þetta að segja um nýja búninginn: ,,Ég hef verið hluti af Nike fjölskyldunni í nokkurn tíma og hef átt mjög gott samstarf við þá. Ég þekki vel gæðin sem liggja að baki hönnunar og nýsköpunar við vinnu á búning sem þessum. Það verður mjög sérstakt að labba inn á völlinn á næsta tímabili í þessum búning sem Englandsmeistarar."


Blágræni liturinn í kraga og á ermum kemur kannski svolítið á óvart en hann hefur þó verið samofinn sögu félagsins allt frá stofnun þess. Liturinn tengist einnig sögu borgarinnar sjálfrar en litatónninn er sýnilegur á hinum fræga Liver Bird sem situr á toppi hinnar frægu Liver byggingar í borginni.
Aðalbúningurinn fer formlega í sölu þann 6. ágúst næstkomandi en hægt er að forpanta í netverslun félagsins á https://store.liverpoolfc.com/. Að sjálfsögðu verður hægt að bæta við gullmerkjum sem sýna fram á Úrvalsdeildartitilinn sem og merki Heimsmeistara félagsliða.
Virgil van Dijk hafði þetta að segja um nýja búninginn: ,,Ég hef verið hluti af Nike fjölskyldunni í nokkurn tíma og hef átt mjög gott samstarf við þá. Ég þekki vel gæðin sem liggja að baki hönnunar og nýsköpunar við vinnu á búning sem þessum. Það verður mjög sérstakt að labba inn á völlinn á næsta tímabili í þessum búning sem Englandsmeistarar."

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan