| Grétar Magnússon

Þjálfari ársins !

Jürgen Klopp var í gærkvöldi útnefndur sem knattspyrnustjóri ársins á Englandi. Kjörið kemur kannski ekki mikið á óvart en allir stjórar liða í deildarkeppni á Englandi hafa kosningarétt og heiðurinn því mikill.

,,Ég er í skýjunum með að fá afhentan þennan glæsilega bikar. Hann er mjög fallegur og ég hef nú þegar haft tækifæri til að skoða hverjir hafa unnið hann á undan mér og hér eru mörg stór nöfn í sögu Liverpool rituð," sagði Klopp.

,,Önnur stór nöfn hafa auðvitað hlotið þennan bikar eins og Sir Alex Ferguson, ég veit það er kannski ekki 100% við hæfi að ég sem stjóri Liverpool segi þetta en ég dáist að honum. Hann var fyrsti breski stjórinn sem ég hitti og við snæddum morgunverð saman. Þetta var fyrir löngu síðan og ég er ekki viss um að hann muni eftir þessu en ég mun aldrei gleyma þessu því fyrir mér var þetta eins og að hitta Páfann !"

,,Við náðum vel saman frá fyrstu mínútu og ekki grunaði mig að einn daginn myndi ég halda á bikar sem nefndur er eftir honum (Alex Ferguson). En ég þarf auðvitað að færa þakkir til margra. Það er auðvelt að segja þetta og kannski finnst mér á stundum eins og maður verði að taka það fram að ég er hér fyrir hönd alls þjálfara teymisins. Ég hef margoft sagt það að ég er ágætur þjálfari en þeir sem eru í kringum mig gera mig, og okkur öll hjá félaginu, að virkilega góðum hóp af knattspyrnu heilum ég ég elska að vinna með þeim. Að vinna með Pep Lijnders, Peter Krawietz, John Achterberg, Vitor Matos og Jack Robinson - er virkilega ánægjulegt."

,,Ég gæti haldið áfram endalaust með listann því við erum með svo marga hér sem eiga sinn átt í því að við unnum titilinn, ég hlaut þessi verðlaun vegna þeirra. Leikmennirnir, allt starfslið félagsins, ég tek við þessum verðlaunum og nýt þess fyrir hönd þeirra allra. Kannski getum við tekið myndir saman með verðlaunin og þannig munað eftir þessu til eilífðar."

,,Takk kærlega fyrir, mjög sérstakt tímabil og sérstök verðlaun í lok þess. Þetta er mér mikill heiður."

Verðlaunin fyrir knattspyrnustjóra ársins hafa verið veitt síðan árið 1993, eins og áður sagði hafa allir stjórar liða í enskri deildarkeppni kosningarétt og skiptir ekki máli hvort um sé að ræða karla- eða kvennaboltann. Chris Wilder, stjóri Sheffield United hlaut verðlaunin á síðasta ári og árið 2013-14 vann Brendan Rodgers verðlaunin sem stjóri Liverpool.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan