| Sf. Gutt

Úrvalsdeildin hefst 12. september


Knattspyrnumenn fá stutt frí í sumar. Deildarkeppninni er nýlokið og hún hefst svo á nýjan leik rétt fyrir miðjan september. Keppni í Úrvalsdeildinni hefst 12. september. Síðasta umferðin fer svo fram 23. maí 2021. Vonandi verður Liverpool, sem hefur titil að verja, í efsta sæti þegar þeirri umferð lýkur!


Ekkert er vitað um hvenær áhorfendum verður aftur hleypt inn á leiki. Veiran er aftur farin að láta á sér kræla og reikna má með því að engir áhorfendur verði á leikjum í haust. Alla vega ekki fyrsta kastið.

Hvernig sem það verður þá er Liverpool Englandsmeistari og hefur titil að verja. Það skiptir öllu máli!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan