| Sf. Gutt

Fínasti endir hjá meisturunum!


Fínasti endir hjá meisturunum. Liverpool endaði deildarkeppnina með 1:3 útisigri á Newcastle United. Sigurinn færði Liverpool nýtt félagsmet því sigurinn kom liðinu upp í 99 stig!

Heimamenn hefðu ekki geað byrjað leikinn betur því boltinn lá í marki Liverpool eftir aðeins 25 sekúndur. Virgil van Dijk braut  af sér rétt við miðjuna. Jonjo Shelvey var snöggur að hugsa og tók aukaspyrnuna. Hann sendi fram á Dwight Gayle sem slapp einn í gegn á móti Alisson Becker og skoraði. Liðnar voru 25 sekúndur! Englandsmeistarar Liverpool vissu ekkert hvað var í gangi en þeir náðu smá saman vopnum sínum!

Eftir rétt tæpan hálftíma átti Takumi Minamino gott skot við vítateiginn sem Martin Dubravka varði með tilþrifum. Liverpool jafnaði á 38. mínútu. Alex Oxlade-Chamberlain átti þá góða sendingu frá hægri sem Virgil skallaði í boga yfir Martin í markinu. Alex átti svo skot rétt framhjá vinklinum stuttu síðar. Liverpool komið með öll völd. Staðan jöfn í hálfleik. 

Það var svo á 59. mínútu sem Liverpool komst yfir. Andrew Robertson sendi á Divock Origi. Belginn fékk boltann við vinstra vítateigshornið, lék meðfram vítateigslínunni til hægri og skaut svo snöggu skoti sem hafnaði neðst í horninu fjær. Vel gert hjá Divock! Á 64. mínútu komu Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah til leiks sem varamenn. Rétt á eftir sendi Andrew aukaspyrnu fyrir frá vinstri. Boltinn barst til Mohamed sem tók boltann niður og þrumaði að marki en boltinn small í stönginni.

Mínútu fyrir leikslok skoruðu ensku meistararnir síðasta mark sitt á keppnistímabilinu. Roberto sendi fram á Sadio. Senegalinn fékk boltann úti til vinstri, lék til hliðar inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði með öruggu skoti út í fjærhornið. Fínasti endir á fullkomnu keppnistímabili hjá Englandsmeisturunum!

Newcastle United:  Dubravka, Manquillo, Fernández, Rose (Watts 74. mín.), Lazaro, Shelvey, Bentaleb (S. Longstaff 49. mín.), Almirón (Hayden 70. mín.), Ritchie, Saint-Maximin (Joelinton 45. mín.) og Gayle (Carroll 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Joelinton, Muto, Yedlin, Darlow og Young.

Mark Newcastle United: Dwight Gayle (1. mín.).

Gul spjald: Federico Fernández.

Liverpool: Alisson, N.Williams (Alexander-Arnold 85. mín.), Gomez, van Dijk, Robertson, Keita (Jones 85. mín.), Wijnaldum, Milner, Oxlade-Chamberlain (Firmino 64. mín.), Origi (Salah 64. mín.) og Minamino (Mané 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Fabinho, Shaqiri og Elliott.

Mörk Liverpool: Virgil van Dijk (38. mín), Divock Origi (59. mín.) og Sadio Mané (89. mín.).

Áhorfendur á St James Park: Engir. 

Maður leiksins: Virgil van Dijk. Hollendingurinn var magnaður eins og svo oft áður. Frábær leikur hjá honum.

Jürgen Klopp: ,,Mér fannst þetta góður leikur. Hann var alls ekki fullkominn en á leiktíðinni náðum við oft að vinna leiki þar sem við spiluðum ekki fullkomlega. Við unnum nefnilega líka erfiðu leikina."



Fróðleikur

- Liverpool endaði deildina með sigri og nýju félagsmeti 99 stigum.

- Aðeins Manchester City á leiktíðinni 2017/18 hefur fengið fleiri stig. City náði þá 100 stigum.

- Virgil van Dijk skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni. 

- Divock Origi skoraði í sjötta sinn. 

- Sadio Mané skoraði 22. mark sitt. 

- Þetta var 14. útisigur Liverpool í deildinni sem er félagsmet. 

- Liverpool Englandsmeistari 2019/20!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan