| Sf. Gutt
BBC og fleiri traustir fjölmiðlar greina frá því að Adam Lallana muni ganga til liðs við Brighton and Hove Albion. Hann fær frjálsa sölu frá Liverpool.
Samningur Adam við Liverpool er að renna út. Reyndar var samningurinn framlengdur í sumar svo hann gæti lokið leiktíðinni með Liverpool. Adam kom til Liverpool frá Southampton sumarið 2014 og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins. Honum hefur verið hrósað mikið síðustu vikur fyrir að vera góð fyrirmynd og góður liðsmaður. Adam var meðal varamanna Liverpool í krýningarleiknum á móti Chelsea. Hann var hylltur á æfingasvæði Liverpool í gær og fékk fallega mynd í gjöf frá félaginu.
Vistaskipti Adam hafa ekki verið staðfest af Liverpool eða Brighton. Það má þó segja að það sé næsta víst að Adam fari til Brighton.
TIL BAKA
Adam Lallana til Brighton?

BBC og fleiri traustir fjölmiðlar greina frá því að Adam Lallana muni ganga til liðs við Brighton and Hove Albion. Hann fær frjálsa sölu frá Liverpool.

Samningur Adam við Liverpool er að renna út. Reyndar var samningurinn framlengdur í sumar svo hann gæti lokið leiktíðinni með Liverpool. Adam kom til Liverpool frá Southampton sumarið 2014 og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins. Honum hefur verið hrósað mikið síðustu vikur fyrir að vera góð fyrirmynd og góður liðsmaður. Adam var meðal varamanna Liverpool í krýningarleiknum á móti Chelsea. Hann var hylltur á æfingasvæði Liverpool í gær og fékk fallega mynd í gjöf frá félaginu.

Vistaskipti Adam hafa ekki verið staðfest af Liverpool eða Brighton. Það má þó segja að það sé næsta víst að Adam fari til Brighton.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan