| Sf. Gutt

Útlit fyrir lítil kaup hjá Liverpool


Það er ekki útlit fyrir að Liverpool muni gera stórinnkaup í sumar. Tekjufall knattspyrnufélaga hefur verið mikið eftir að heimsfaraldurinn tók völdin. Jürgen Klopp hafði þetta að segja um málið. 

,,Það þarf peninga til að styrkja liðshópinn og nú eru óvissutímar. Það er augljóst að þessi óvissa þýðir að sum félög geta ekki gert það sem þau hefðu gert ef allt væri með eðlilegum hætti. Ef við vitum ekki úr hversu miklum peningum við höfum að spila þá er líklegast að við komum ekki til með að eyða miklum peningum. Svoleiðis er það bara!"

Lítið sem ekkert hefur gerst á leikmannamarkaðinum í sumar. Deildunum er smá saman að ljúka víðs vegar um Evrópu og þegar þeim verður öllum lokið fer eitthvað í gang. Það er þó næsta víst að félög geta ekki keypt fyrir háar upphæðir og þar með hljóta leikmenn að falla í verði. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi mál þróast á næstu vikum og mánuðum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan