| Sf. Gutt
Reiknað var með að þeir Dejan Lovren og Xherdan Shaqiri myndu fara frá Liverpool núna í sumar. Það var reyndar áður en heimsfaraldurinn breytti öllum forsendum í sambandi við fjármál félaga.
Reiknað var með því að Liverpool gæti selt þá félaga sem hafa ekki spilað ýkja mikið á leiktíðinni fyrir drjúgar upphæðir. Nú veit ekki nokkur maður hvernig markaðurinn verður í sumar. Knattspyrnufélög heimsins hafa verið tekjulítil síðustu mánuði og það verður varla hægt að fá þær upphæðir fyrir leikmenn sem áður var reiknað með. Því er talið að mörg haldi leikmönnum frekar en að selja fyrir sama og ekkert. Þeir Dejan og Xherdan hafa verið nefndir í þessu samhengi hjá Liverpool.
En eftir að deildarkeppnum í Evrópu lýkur á næstu vikum kemur þetta betur í ljós. Það er þó ljóst að markaðurinn verður gerbreyttur.
Af þeim félögum er það að frétta að þeir eru nú leikfærir eftir meiðsli. Dejan kom inn á móti Everton eftir að deildarkeppnin fór aftur í gang en meiddist svo. Xherdan hefur verið meiddur meira og minna allt þetta ár. En hann hefur verið á bekknum í tveimur af síðustu þremur leikjum.
TIL BAKA
Kannski fara menn ekkert

Reiknað var með að þeir Dejan Lovren og Xherdan Shaqiri myndu fara frá Liverpool núna í sumar. Það var reyndar áður en heimsfaraldurinn breytti öllum forsendum í sambandi við fjármál félaga.

Reiknað var með því að Liverpool gæti selt þá félaga sem hafa ekki spilað ýkja mikið á leiktíðinni fyrir drjúgar upphæðir. Nú veit ekki nokkur maður hvernig markaðurinn verður í sumar. Knattspyrnufélög heimsins hafa verið tekjulítil síðustu mánuði og það verður varla hægt að fá þær upphæðir fyrir leikmenn sem áður var reiknað með. Því er talið að mörg haldi leikmönnum frekar en að selja fyrir sama og ekkert. Þeir Dejan og Xherdan hafa verið nefndir í þessu samhengi hjá Liverpool.
En eftir að deildarkeppnum í Evrópu lýkur á næstu vikum kemur þetta betur í ljós. Það er þó ljóst að markaðurinn verður gerbreyttur.
Af þeim félögum er það að frétta að þeir eru nú leikfærir eftir meiðsli. Dejan kom inn á móti Everton eftir að deildarkeppnin fór aftur í gang en meiddist svo. Xherdan hefur verið meiddur meira og minna allt þetta ár. En hann hefur verið á bekknum í tveimur af síðustu þremur leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!
Fréttageymslan