| Sf. Gutt

Enn er keppni frestað

Enn er knattspyrnukeppni frestað vegna Covid – 19 veirunnar. Nú hefur Afríkukeppninni sem átti að fara fram í Kamerún í janúar og febrúar á næsta ári verið frestað. Nú er áætlað að keppnin fari fram 2022. Áður hafði Evrópukeppni landsliða karla og kvenna og Ólympíuleikunum verið frestað vegna heimsfaraldursins.

Frestun Afríkukeppninnar kemur sér vel fyrir Liverpool því þar með liggur fyrir að Sadio Mané, Mohamed Salah og Naby Keita missa ekki af leikjum með Liverpool á næsta keppnistímabili vegna hennar. Tímasetning Afríkumótins er slæm með tilliti til deildarkeppna í Evrópu. Keppnin fór reyndar fram í fyrrasumar en venjulega fer hún fram í janúar og febrúar. Keppnin 2022 hefur enn ekki verið tímasett að því best er vitað. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan