| Sf. Gutt

Átta leikmenn á förum

Þennan dag renna samningar leikmanna gjarnan út. Átta leikmenn Liverpool yfirgefa nú félagið. Þetta eru þeir Nathaniel Clyne, Dan Atherton, Isaac Christie-Davies, Shamal George, Kai McKenzie-Lyle, Jack Walls, Alex Turner og Abel Rodrigues. Leikmennirnir fá frjálsa sölu og geta farið að leita sér að nýju félagi. 


Nathaniel Clyne er eini reyndi leikmaðurinn í þessum hóp. Óheppnin var með honum því hann sleit krossbönd fyrir ári og hefur ekki spilað síðan. Hann lék 103 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk. 


Isaac Christie-Davies hefur verið talinn með efnilegri leikmönnum Liverpool en hann heldur nú á braut. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðalliðið.

Það gæti orðið erfitt fyrir þessa leikmenn og aðra að finna sér ný lið því mikil óvissa er um félagaskipti út af heimsfaraldrinum. Við óskum þessum leikmönnum góðs gengis í framtíðinni. 




Í þessu samhengi má nefna að Adam Bogdan fyrrum markmaður Liverpool samdi í dag við ungverska liðið Ferencváros. Það er fyrsti fasti samningurinn sem hann gerir við lið eftir að hann yfirgaf Liverpool fyrir ári. Hann lék reyndar hluta úr síðustu leiktíð með Hibernian í Skotlandi en hann gerði skammtímasamning við félagið. Adam var í láni hjá Hibernian frá Liverpool sparktíðina 2018/19.



Ungverjinn kom til Englands 2007 þegar hann gekk til liðs við Bolton. Liverpool keypti Adam 2015. Auk fyrrtalinna liða spilaði hann sem lánsmaður hjá Crewe frá Bolton og með Wigan en Liverpool lánaði hann þangað. En nú er Adam kominn heim til Ungverjalands.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan