| Sf. Gutt

Leikmenn Liverpool í skýjunum

Leikmenn Liverpool voru í skýjunum á fimmtudagskvöldið þegar þeir fögnuðu því að vera orðnir Englandmeistarar. Hér segja nokkrir frá tilfinningum sínum. Trent Alexander-Gordon:
,,Líklega töldum við sem lið að við gætum klárað þetta sjálfir en þegar upp er staðið skiptir engu hvaðan gott kemur. Við erum Úrvalsdeildarmeistarar og erum mjög stoltir af því. Auðvitað er margt nú á annan veg en var fyrir nokkrum mánuðum eða einu ári þegar við ímynduðum okkur hvernig væri að vinna Úrvalsdeildina. En við kvörtum ekki á nokkurn hátt. Okkur hefur dreymt um þetta. Stuðningsmennirnir munu aldrei gleyma þessu."


Andrew Robertson: ,,Samheldni liðsins er mikil. Við hlökkum til að koma á æfingar alla daga. Ef einhver á slæman leik þá hjálpum við honum á fætur. Við stöndum saman innan vallar sem utan. Þess vegna er þessi liðshópur alveg einstakur. Ég elska að vera hluti af honum. Við tengjumst bræðraböndum og stjórinn er okkur sem faðir. Hann leiðir okkur inn á réttar brautir. Hann og starfsfólkið hans er búið að vera eins og best getur verið frá því ég kom hingað. Þetta fólk hefur verið einstakt á leiktíðinni. Það hefur viðhaldið þrá okkur í að standa okkur og haldið okkur við efnið. Það hefur aldrei skort upp á að við þyrftum hvatningu. Við leikmennirnir höfum alltaf þráð að vinna titla fyrir félagið. Sem betur fer hefur okkur tekist það síðustu 12 mánuðina."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan