| Sf. Gutt

Verðugir meistarar!


Sir Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Liverpool síðast þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Hann segir nýbakaða meistara verðuga Englandsmeistara!

,,Titillinn er verðskuldaður. Þetta er ekki nein heppni. Fyrir ári voru þeir einu stigi frá titlinum. Í þessari leiktíð hafa þeir bara tapað einum leik og gert tvö jafntefli. Í fyrra vann liðið Heimsmeistarakeppni félagsliða og líka Meistaradeildina. Áfram með smjörið. Ég held að við getum hlakkað til fleiri gleðidaga á meðan Jürgen er hérna."

,,Það þarf að vera framúrskarandi góð samstaða í búningsherberginu svo að hægt sé að vinna titla. Titlar vinnast með samstöðu. Liverpool er ein heild. Eigendurnir hafa stutt alla frakvæmdastjórana með ráðum og dáð. Mig líka. Andinn í búningherberginu er sá sami og þegar við vorum að spila. Enginn er með hroka og enginn telur sig yfir aðra hafinn. Þetta eru prýðilegir piltar í alla staði. Þeir virðast tilbúnir að gefa af sér og vera góðar manneskjur. Þessir mannskostir, auk þess að vera sigursælir, gera þá að góðum drengjum."

Kenny Dalglish segir að Jürgen Klopp sé einstakur. Þjóðverjinn á í huga Kenny mikið hrós skilið!

,,Hann er búinn að vera alveg frábær. Í honum endurspeglast allt það sem Liverpool Football Club stendur fyrir. Hann kann að meta alla sem vinna hjá félaginu og ber virðingu fyrir þeim."


Í maí 1990 fagnaði Kenny þriðja titli sínum sem framkvæmdastjóri Liverpool á Andield Road. Þá skálaði hann í kampavíni með Ronnie heitnum Moran, Roy Evans og leikmönnum sínum. Í kvöld fagnaði kóngurinn heima hjá sér og skálaði í kampavíni brosandi út að eyrum í beinni sjónvarpsútsendingu. Það var falleg stund!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan