| Sf. Gutt
Jürgen Klopp segir að Englandsmeistaratitillinn sé handa okkur öllum sem tengjast Liverpool Football Club. Til okkar stuðningsmanna, fyrrum framkvæmdastjóra og leikmanna!
,,Skilaboð mín til ykkar þarna úti eru þau að þetta er fyrir ykkur. Sannarlega handa ykkur. Ég vona að þið finnið fyrir því. Ég vona að þið hafið séð það í gærkvöldi. Ekki bara í gærkvöldi. En aftur í gærkvöldi aftir langt hlé. Þetta er handa svo mörgum. Kenny Dalglish og Graeme Souness töluðu við mig í öðru viðtali og sögðu margt jákvætt um okkur. Það var fallegt af þeim. En þeir sjálfir eiga þakkir skildar því félagið byggir á stoðum sem þeir reistu. Auðvitað lögðu Shankly og Paisley og Fagan og allir aðrir grunninn. En þessir fyrrum leikmenn, það verður að nefna Steven Gerrard, hafa leikið lykilhlutverk. Stevie bar félagið á herðum sér síðustu 20 árin og gerði það með einstökum hætti. Ég gleðst líka yfir því að við gátum fært honum þennan titil."
,,Strákarnir njóta þess að vera hluti af þessu félagi, vera hluti af sögu félagsins og sögunni sjálfri. Það er dásamlegt hvernig við náðum að takast á við söguna og færa okkur hana í nyt síðustu tvö árin. Þetta er allt alveg magnað!"
,,Ég er alveg yfirkominn af öllu þessu. Ég get ekki alveg lýst tilfinningunni. Hún er sambland af öllu mögulegu. Mér er létt! Ég er hamingjusamur! Ég er stoltur! Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum!"
Það er ekki miklu við þetta allt að bæta!
TIL BAKA
Titillinn er handa ykkur!

Jürgen Klopp segir að Englandsmeistaratitillinn sé handa okkur öllum sem tengjast Liverpool Football Club. Til okkar stuðningsmanna, fyrrum framkvæmdastjóra og leikmanna!
,,Skilaboð mín til ykkar þarna úti eru þau að þetta er fyrir ykkur. Sannarlega handa ykkur. Ég vona að þið finnið fyrir því. Ég vona að þið hafið séð það í gærkvöldi. Ekki bara í gærkvöldi. En aftur í gærkvöldi aftir langt hlé. Þetta er handa svo mörgum. Kenny Dalglish og Graeme Souness töluðu við mig í öðru viðtali og sögðu margt jákvætt um okkur. Það var fallegt af þeim. En þeir sjálfir eiga þakkir skildar því félagið byggir á stoðum sem þeir reistu. Auðvitað lögðu Shankly og Paisley og Fagan og allir aðrir grunninn. En þessir fyrrum leikmenn, það verður að nefna Steven Gerrard, hafa leikið lykilhlutverk. Stevie bar félagið á herðum sér síðustu 20 árin og gerði það með einstökum hætti. Ég gleðst líka yfir því að við gátum fært honum þennan titil."
,,Strákarnir njóta þess að vera hluti af þessu félagi, vera hluti af sögu félagsins og sögunni sjálfri. Það er dásamlegt hvernig við náðum að takast á við söguna og færa okkur hana í nyt síðustu tvö árin. Þetta er allt alveg magnað!"
,,Ég er alveg yfirkominn af öllu þessu. Ég get ekki alveg lýst tilfinningunni. Hún er sambland af öllu mögulegu. Mér er létt! Ég er hamingjusamur! Ég er stoltur! Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum!"
Það er ekki miklu við þetta allt að bæta!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik!
Fréttageymslan

