| Sf. Gutt

Tveir meiddir

Tveir leikmenn Liverpool eru nú á meiðslalista og ekki er vitað hvenær þeir geta spilað aftur. Báðir meiddust á móti Everton á sunnudaginn.


James Milner fór af velli strax í fyrri hálfleik en hann fann fyrir eymslum aftan í læri. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem hann er frá vegna svona meiðsla. Svo vill til að hann meiddist líka í fyrra skiptið á móti Everton. Það var í bikarleiknum í janúar. 


Joël Matip varð að yfirgefa völlinn eftir hlé eftir að hann meiddist á annarri stóru tánni. Hann er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli á þessu keppnistímabili eins og reyndar oft áður. Hann meiddist í október og gat ekki spilað aftur fyrr en í janúar. Þegar hann meiddist í haust var hann búinn að vera frábær en hann hefur ekki komst alveg aftur í það form. Hann var reyndar búinn að vera stórgóður á móti Everton þegar hann meiddist. 

Ekki er víst hvenær þeir félagar verða aftur leikfærir. Það er þó á hreinu að þeir geta ekki spilað á móti Crystal Palace.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan