| Sf. Gutt

Nú eru sagðar sögur af okkur!


Tíminn flýgur! Fyrir einu ári vann Liverpool sjötta Evrópubikarinn í sögu félagsins með því að vinna Tottenham Hotspur 2:0 í Madríd. Nú ári seinna lætur Jürgen Klopp hugann reika til baka!


,,Við vinnum að því og vonumst til að afreka eitthvað svipað í framtíðinni. Það gerum við því þetta var svo stórfenglegt. Þegar ég tala um þetta, og það geri ég ekki oft, finn ég virkilega hversu stór stund þetta var. Tíminn flýgur. Það er bara svoleiðis. Já, ég veit. Í gær, fyrir ári, var var ég á blaðamannafundi og í dag, fyrir ári, var leikurinn spilaður. Þetta varð einn stærsti dagur í lífi okkar allra. Alveg dásamleg lífsreynsla. Stórfenglegt!"
,,Svo var það allt sem á eftir kom. Við unnum okkur rétt til að spila um Stórbikar Evrópu, taka þátt í Heimsmeistarakeppni félagsliða og allt það. Manni var sagt að við þurfum að spila í þessum keppnum. Maður hugsaði með sér. Vá, hvernig eigum við að geta komið þessum leikjum fyrir í dagskránni? En þetta varð allt saman alveg frábært. Næst þegar við náum að komast í svona aðstöðu mun ég hlakka miklu meira til en síðast því núna veit ég hversu gaman var að vinna þessar keppnir!"


,,Allt hófst þetta með sigrinum í Meistaradeildinni og það var dásamlegur dagur. Núna í dag þýðir að á þriðjudaginn verður ár liðið frá því við ókum um borgina. Veröldin var vissulega allt önnur fyrir einu ári. En þetta á allt eftir að færast í eðlilegt horf og ég get ekki beðið."

,,Ég er þess fullviss að fullt af fólki hefur sögur að segja frá úrslitaleiknum 2005. Um það snýst þetta allt. Upplifun fólks verður að sögum sem það segir öðru fólki. Ég er svo ánægður með að við erum núna orðnir hluti af sögum sem fólk segir. Það tók sinn tíma að verða að söguefni. Núna talar enginn mikið um úrslitaleikina sem við töpuðum. Ég veit allt um það og það er hið besta mál. Fólk mun segja sögur af þessum úrslitaleik um ókomin ár!"


Evrópubikarsigurinn 2019 er kominn í annála Liverpool Football Club.  Jürgen Klopp og lærisveinar hans eru orðnir að söguefni hjá stuðningsmönnum Liverpool!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan