| Sf. Gutt
Fyrrum fyrirliði knattspyrnufélagsins Liverpool á stórafmæli í dag. Steven Gerrard fæddist þennan dag 1980 í Whiston hverfinu í Liverpool og er því orðinn fertugur. Hann lauk glæsilegum ferli sínum með Liverpool vorið 2015 og hélt þá til Bandaríkjana til að spila með Los Angeles Galaxy. Árið 2016 lagði hann svo skóna á hilluna.
Steven kom þá heim til Liverpool og þjálfaði við Akademíu Liverpool og svo undir 18 ára lið félagsins. Í maí 2018 tók Steven við stöðu framkvæmdastjóra Glasgow Rangers. Hann hefur stýrt liðinu síðan og náð þokkalegum árangri.
Við óskum þessum magnaða fulltrúa félagsins til hamingju með stórafmælið :)
TIL BAKA
Til hamingju!

Fyrrum fyrirliði knattspyrnufélagsins Liverpool á stórafmæli í dag. Steven Gerrard fæddist þennan dag 1980 í Whiston hverfinu í Liverpool og er því orðinn fertugur. Hann lauk glæsilegum ferli sínum með Liverpool vorið 2015 og hélt þá til Bandaríkjana til að spila með Los Angeles Galaxy. Árið 2016 lagði hann svo skóna á hilluna.
Steven kom þá heim til Liverpool og þjálfaði við Akademíu Liverpool og svo undir 18 ára lið félagsins. Í maí 2018 tók Steven við stöðu framkvæmdastjóra Glasgow Rangers. Hann hefur stýrt liðinu síðan og náð þokkalegum árangri.


Afrekaskrá Steven Gerrard er löng og merk. Hann vann níu titla og náði því fyrstur fyrirliða Liverpool að leiða liðið í 11 leiktíðir. Steven skoraði í deildinni 16 keppnistímabil í röð sem er fágætur árangur. Steven endaði feril sinn sem þriðji leikjahæsti leikmaður Liverpool með 710 leiki og sá fimmti markahæsti með 186 mörk. Steven lék 38 leiki með Los Angeles Galaxy og skoraði fimm mörk.



Við óskum þessum magnaða fulltrúa félagsins til hamingju með stórafmælið :)
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan