| Sf. Gutt

Paul Glatzel byrjaður að æfa


Ungliðinn Paul Glatzel er byrjaður að æfa á nýjan leik en hann meiddist illa í fyrsta æfingaleiknum fyrir keppnistímabilið. Paul sleit krossbönd í æfingaleik Liverpool við Tranmere í júlí og nú er hann farinn að taka fyrstu skrefin og það eru sannarlega góðar fréttir.




Framherjinn lék frábærlega á síðasta keppnistímabili með undir 18 ára liðinu og skoraði hvorki fleiri né færri en 28 mörk. Hann var fyrirliði Liverpool þegar liðið vann Unglingabikarkeppnina fyrir ári og skoraði átta mörk í keppninni. Hann ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Það fór á annan veg en nú er hann aftur kominn út á græn grös. Forráðamenn Liverpool hafa mikla trú á Paul og hann fékk nýjan samning við félagið í haust þó hann væri þá frá vegna meiðslanna. 

Paul er fæddur í Liverpool. Báðir foreldrar hans eru þýskir og hann hefur bæði leikið með yngri landsliðum Þýskalands og Englands. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan