| Sf. Gutt
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Liverpool eigi tvo bestu bakverði í heimi. Spánverjinn var sjálfur bakvörður svo hann ætti að vita hvað hann syngur í þessum efnum.
Andrew Robertson: ,,Mér finnst hann hafa allt til að bera. Hann býr yfir svo mikilli orku. Reyndar svo mikilli að maður verður stundum þreyttur bara af því að horfa á hann í leikjum! Það er ótrúlegt að sjá hann þeytast fram kantinn og aftur til baka. Svo er hann lygilega kraftmikill. Ég dái hvað hann spilar af miklum krafti og reyndar er krafturinn í honum ótrúlegur. Svo endar hann rispurnar fram kantinn líka mjög vel því fyrirgjafirnar hans eru alveg magnaðar. Hann er líka góður varnarlega svo hann skortir ekkert. Mín skoðun er sú að það sé ekki spurning um að hann sé búinn að vera besti vinstri bakvöður veraldar síðustu tvö árin."
Trent Alexander-Arnold: ,,Það sama gildir um Trent og Andy Robertson. Hann er búinn að vera besti hægri bakvörður í heimi síðustu tvö árin. Samt er hann bara 21. árs. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hann geti spilað á miðjunni. En af hverju ætti hann að skipta um leikstöðu og hætta að spila stöðu sem hann er sá besti í heimi í? Svo er hann bara 21. árs og gæti orðið ennþá betri í stöðunni. Þá má vel ímynda sér hversu góður hann gæti orðið í þessari stöðu sem hann er núna að spila."
Svo mörg voru þau orð!
TIL BAKA
Bestir í heimi!

Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Liverpool eigi tvo bestu bakverði í heimi. Spánverjinn var sjálfur bakvörður svo hann ætti að vita hvað hann syngur í þessum efnum.

Andrew Robertson: ,,Mér finnst hann hafa allt til að bera. Hann býr yfir svo mikilli orku. Reyndar svo mikilli að maður verður stundum þreyttur bara af því að horfa á hann í leikjum! Það er ótrúlegt að sjá hann þeytast fram kantinn og aftur til baka. Svo er hann lygilega kraftmikill. Ég dái hvað hann spilar af miklum krafti og reyndar er krafturinn í honum ótrúlegur. Svo endar hann rispurnar fram kantinn líka mjög vel því fyrirgjafirnar hans eru alveg magnaðar. Hann er líka góður varnarlega svo hann skortir ekkert. Mín skoðun er sú að það sé ekki spurning um að hann sé búinn að vera besti vinstri bakvöður veraldar síðustu tvö árin."
Trent Alexander-Arnold: ,,Það sama gildir um Trent og Andy Robertson. Hann er búinn að vera besti hægri bakvörður í heimi síðustu tvö árin. Samt er hann bara 21. árs. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hann geti spilað á miðjunni. En af hverju ætti hann að skipta um leikstöðu og hætta að spila stöðu sem hann er sá besti í heimi í? Svo er hann bara 21. árs og gæti orðið ennþá betri í stöðunni. Þá má vel ímynda sér hversu góður hann gæti orðið í þessari stöðu sem hann er núna að spila."
Svo mörg voru þau orð!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan