| HI
Lið í ensku úrvalsdeildinni mega hefa æfingar í litlum hópum síðdegis á morgun, samkvæmt yfirlýsingum sem liðin sendur frá sér í dag. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að hefja tímabilið á ný, en keppni hefur legið niðri síðan 13. mars vegna Covid 19 faraldursins.
Hingað til hafa leikmenn þurft að æfa einir, en nú mega þær æfa í minni hópum þar sem fjarlægðarmörk eru virt. Líkamleg snerting er ekki leyfð á æfingum enn sem komið er.
Í yfirlýsingunni kemur fram að þessi niðurstaða hafi verið fengin af höfðu samráð við leikmenn, framkvæmdastjóra, lækna liðanna, óháða sérfræðinga og ríkisstjórnina. Hlýða þarf ýtrust ábendingum lækna til að tryggja öryggi leikmanna á æfingum. Þá kemur einnig fram að æfingar færist skref fyrir skref í hefðbundið form. Náið samráð verði haft þegar tilmæli verða sett saman um hvernig standa eigi að æfingum með snertingum.
Þó að skrefið sé í raun lítið er það býsna stórt í þá átt að hefja á ný keppni í ensku úrvalsdeildinni. Í enskum fjölmiðlum hefur komið fram að unnið sé eftir áætlun sem geri ráð fyrir að keppni hefjist um miðjan júní. Nú er að sjá hvort það standist.
TIL BAKA
Æfingar í litlum hópum á morgun

Hingað til hafa leikmenn þurft að æfa einir, en nú mega þær æfa í minni hópum þar sem fjarlægðarmörk eru virt. Líkamleg snerting er ekki leyfð á æfingum enn sem komið er.
Í yfirlýsingunni kemur fram að þessi niðurstaða hafi verið fengin af höfðu samráð við leikmenn, framkvæmdastjóra, lækna liðanna, óháða sérfræðinga og ríkisstjórnina. Hlýða þarf ýtrust ábendingum lækna til að tryggja öryggi leikmanna á æfingum. Þá kemur einnig fram að æfingar færist skref fyrir skref í hefðbundið form. Náið samráð verði haft þegar tilmæli verða sett saman um hvernig standa eigi að æfingum með snertingum.
Þó að skrefið sé í raun lítið er það býsna stórt í þá átt að hefja á ný keppni í ensku úrvalsdeildinni. Í enskum fjölmiðlum hefur komið fram að unnið sé eftir áætlun sem geri ráð fyrir að keppni hefjist um miðjan júní. Nú er að sjá hvort það standist.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan