| Sf. Gutt

Vildi ekki fara frá Liverpool!


Nýjustu fréttir eru þær að Real Madrid hafi reynt að næla í Mohamed Salah fyrir tveimur árum. Mohamed hafði þá nýlokið fyrsta keppnistímabili sínu, 2017/18, hjá Liverpool en þá skoraði hann 44 mörk sem var félagsmet fyrir leikmann á fyrstu leiktíð í sögu Liverpool. Hann setti líka markamet í Úrvalsdeildinni með 32 mörkum í 38 leikja móti. Mohamed var því heldur betur í sviðsljósinu á þessum tímapunkti. 


Svar hans var nei! Mohamed á að hafa fengið mjög gott tilboð frá Real en hann sagði að sér liði mjög vel hjá Liverpool og hann langaði ekkert í burtu. Þessi frásögn er höfð eftir Hany Ramzy sem starfaði hjá landsliði Egyptalands. 


Kannski langaði Mohamed ekki til Real Madrid eftir tapið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og allt það sem gekk á í þeim leik. Í það minnsta hafði Mohamed ekki neinn áhuga á að fara frá Liverpool og vonandi verður hann hjá Evrópumeisturunum næstu árin!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan