| Sf. Gutt

Komu enn sterkari til leiks!


Paul Ince, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jürgen Klopp og leikmenn hans eigi mikið hrós skilið fyrir hversu sterkt liðið hefur verið á leiktíðinni. Hann segir liðið hafa sýnt mikinn styrk eftir að hafa naumlega misst af enska meistaratitlinum í fyrra með metfjölda stiga. Í stað þess að koðna niður eftir vonbrigðin kom liðið enn sterkara til baka og hefur nú yfirburðaforystu!


Paul Ince segir að í þau skipti sem Liverpool hefur verið í titilbaráttu frá síðasta meistaratitli þá hafi liðið alltaf koðnað niður á næsta keppnistímabili á eftir. En eftir vonbrigðin að þurfa að horfa á eftir titlinum til Manchester City fyrir ári þá hafi Liverpool unnið Evrópubikarinn og svo sýnt algjöra yfirburði í ensku deildinni í framhaldinu. ,,Ég úthluta öllu því hrósi sem ég á í fórum mínum til Klopp og leikmanna hans!"TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan