| Sf. Gutt

Það verður haldið áfram!Í gær var haldinn mikilvægur fundur um næstu skref í ensku knattspyrnunni. Helsta niðurstaðan er sú að deildarkeppninni hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma en henni hafði síðasta verið frestað út þennan mánuð. Á fundinum var ítrekuð sú fyrirætlun að ljúka deildarkeppninni á Englandi!

Það verða að teljast góðar fréttir að ætlunin sé að klára deildarkeppnina í ensku knattspyrnunni. Deildarkeppnir ganga fyrir og hefur Knattspyrnusamband Evrópu lagt þunga áherslu á að þeim verði lokið í hverju landi fyrir sig. 

 

Ekki er þó ljóst hvenær keppni getur hafist á nýjan leik. Ástandið hvað varðar veirufaraldinn ræður því. Miðað við ástandið á Englandi núna gæti það í fyrsta lagi orðið þegar líður á maí. 

Í það minnsta gefur þessi afstaða málsaðila Liverpool möguleika á að vinna enska meistaratitilinn. Það stendur sem sagt ekki til að aflýsa deildarkeppninni eða dæma leiktíðina ógilda. Vonandi gengur það eftir!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan