| Sf. Gutt
Í dag eru 25 ár liðin frá því Liverpool vann Deildarbikarinn í fimmta sinn. Liverpool mætti þá Bolton Wanderes í skemmtilegum leik á Wembley.
Liverpool þótti mun sigurstranglegra liðið enda var Bolton í næst efstu deild. Reyndar var Bolton á uppleið og margir góðir leikmenn í liðinu. Steve McManaman átti leik lífs síns og skoraði bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri. Bæði mörkin komu eftir glæsilega einleikskafla. Á myndinni hér að ofan skorar hann fyrra mark sitt á 37. mínútu.
Liverpool komst í 2:0 á 68. mínútu en Alan Thompson minnkaði muninn tveimur mínútum seinna. Guðni Bergsson var varamaður hjá Bolton og hann átti þátt í markinu þá nýkominn til inná.



Allt fór á besta veg fyrir Liverpool og Deildarbikarinn vannst eftir 2:1 sigur. Ian Rush tók við bikarnum sem fyrirliði Liverpool. Roy Evans var framkvæmdastjóri Liverpool og var þetta eini titillinn sem hann vann á framkvæmdastjóraferli sínum hjá félaginu.
Steve rifjaði mörkin sín seinna upp í viðtali við leikskrá Liverpool. ,,Ég man að við náðum forystu rétt fyrir hálfleik og það gaf okkur öryggi og sjálfstraust. Ég fékk boltann frá John Barnes og lék á tvo varnarmenn inn í teiginn þaðan sem ég skaut á markið. Ég hef oft náð betra skoti en boltinn fór í markið og það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu. Við vissum að Bolton myndi reyna allt til að jafna og vorum því vel á verði. Jafnframt reyndum við hraðar sóknir til að útkljá leikinn. Við héldum að það hefði tekist þegar ég skoraði aftur um miðjan síðari hálfleik. Ég fékk boltann úti á vinstri kanti og lék inn að markinu framhjá varnarmönnum sem komu á móti mér og renndi boltanum í fjærhornið." Á myndinni skorar Steve fyrra mark sitt.
Til gamans má geta þess að í liði Bolton var leikmaður að nafni Jimmy Phillips. Hann er pabbi Nathaniel Phillips miðvarðar Liverpool.
Hér er upprifjun á leiknum á Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Það var fyrir 25 árum!

Í dag eru 25 ár liðin frá því Liverpool vann Deildarbikarinn í fimmta sinn. Liverpool mætti þá Bolton Wanderes í skemmtilegum leik á Wembley.
Liverpool þótti mun sigurstranglegra liðið enda var Bolton í næst efstu deild. Reyndar var Bolton á uppleið og margir góðir leikmenn í liðinu. Steve McManaman átti leik lífs síns og skoraði bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri. Bæði mörkin komu eftir glæsilega einleikskafla. Á myndinni hér að ofan skorar hann fyrra mark sitt á 37. mínútu.
Liverpool komst í 2:0 á 68. mínútu en Alan Thompson minnkaði muninn tveimur mínútum seinna. Guðni Bergsson var varamaður hjá Bolton og hann átti þátt í markinu þá nýkominn til inná.



Allt fór á besta veg fyrir Liverpool og Deildarbikarinn vannst eftir 2:1 sigur. Ian Rush tók við bikarnum sem fyrirliði Liverpool. Roy Evans var framkvæmdastjóri Liverpool og var þetta eini titillinn sem hann vann á framkvæmdastjóraferli sínum hjá félaginu.

Steve rifjaði mörkin sín seinna upp í viðtali við leikskrá Liverpool. ,,Ég man að við náðum forystu rétt fyrir hálfleik og það gaf okkur öryggi og sjálfstraust. Ég fékk boltann frá John Barnes og lék á tvo varnarmenn inn í teiginn þaðan sem ég skaut á markið. Ég hef oft náð betra skoti en boltinn fór í markið og það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu. Við vissum að Bolton myndi reyna allt til að jafna og vorum því vel á verði. Jafnframt reyndum við hraðar sóknir til að útkljá leikinn. Við héldum að það hefði tekist þegar ég skoraði aftur um miðjan síðari hálfleik. Ég fékk boltann úti á vinstri kanti og lék inn að markinu framhjá varnarmönnum sem komu á móti mér og renndi boltanum í fjærhornið." Á myndinni skorar Steve fyrra mark sitt.
Til gamans má geta þess að í liði Bolton var leikmaður að nafni Jimmy Phillips. Hann er pabbi Nathaniel Phillips miðvarðar Liverpool.
Hér er upprifjun á leiknum á Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan