| Sf. Gutt
Roy Evans, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, bíður eins og aðrir stuðningsmenn Liverpool eftir því að knattspyrnan hefjist á nýjan leik. Liverpool er tveimur sigrum frá Englandsmeistaratitlinum og því stutt til lands. En Roy segir að hann geti vel beðið í nokkra mánuði í viðbót ef því er að skipta.
,,Það var auðvitað rétt að fresta leik á keppnistímabilinu og það er ekki hægt að byrja aftur fyrr en öllu er óhætt. Þetta er jú bara knattspyrna. Ég vona bara að við fáum titilinn í hús með einum eða öðrum hætti. En eftir 30 ára bið getum við alveg beðið í nokkra mánuði í viðbót!"
Líklega geta allir stuðningsmenn Liverpool tekið undir þessi orð Roy Evans. Nú er bara að vona að keppnistímabilið verði ekki dæmt ógild og allt strikað út. Það má einfaldlega ekki gerast!
Roy Evans var fyrst leikmaður með Liverpool og síðan þjálfaði hann varaliðið. Svo varð hann þjálfari aðalliðsins, því næst aðstoðarframkvæmdastjóri og loks framkvæmdastjóri. Roy var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1994 til 1998. Undir stjórn hans vann Liverpool Deildarbikarinn 1995.
TIL BAKA
Getum alveg beðið nokkra mánuði

Roy Evans, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, bíður eins og aðrir stuðningsmenn Liverpool eftir því að knattspyrnan hefjist á nýjan leik. Liverpool er tveimur sigrum frá Englandsmeistaratitlinum og því stutt til lands. En Roy segir að hann geti vel beðið í nokkra mánuði í viðbót ef því er að skipta.
,,Það var auðvitað rétt að fresta leik á keppnistímabilinu og það er ekki hægt að byrja aftur fyrr en öllu er óhætt. Þetta er jú bara knattspyrna. Ég vona bara að við fáum titilinn í hús með einum eða öðrum hætti. En eftir 30 ára bið getum við alveg beðið í nokkra mánuði í viðbót!"
Líklega geta allir stuðningsmenn Liverpool tekið undir þessi orð Roy Evans. Nú er bara að vona að keppnistímabilið verði ekki dæmt ógild og allt strikað út. Það má einfaldlega ekki gerast!


Roy Evans var fyrst leikmaður með Liverpool og síðan þjálfaði hann varaliðið. Svo varð hann þjálfari aðalliðsins, því næst aðstoðarframkvæmdastjóri og loks framkvæmdastjóri. Roy var framkvæmdastjóri Liverpool frá 1994 til 1998. Undir stjórn hans vann Liverpool Deildarbikarinn 1995.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!
Fréttageymslan