| Sf. Gutt

Vildi frekar vera á Anfield en heima!
Í dag stóð til að goðsagnir Liverpool og Barcelona myndu leiða saman hesta sína í góðgerðaleik á Anfield Road. Síðustu árin hafa goðsagnir Liverpool leikið á móti Bayern Munchen, Real Madrid og AC Milan í landsleikjahléi sem jafnan er á þessum tíma árs. Búið var að velja lið og undirbúa leikinn en honum var að sjálfsögðu frestað vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar.

Sami Hyypia var einn af leikmönnum Liverpool sem átti að spila í dag. Finninn segist heldur hafa viljað vera á Anfield en sitja heim. Hann segir þó að það þýði ekki að fást um það og leggur áherslu á að sýna skynsemi og styrk á erfiðum tímum.  


,,Ég hefði frekar viljað vera á Anfield í dag að spila á móti Barcelona í stað þess að vera heima. En við verðum öll að hafa skilning á aðstæðunum og leggja okkar af mörkum hvað þær varðar. Mig langar að færa öllum læknunum, hjúkrunarkonunum og öðrum þakkir en þetta fólk er að gera allt sem í þess valdi stendur til að hjálpa fólki á þessum erfiðu tímum. Við skulum sýna skynsemi og styrk. Setum öryggið ofar öllu!" Við tökum auðvitað undir orð Sami Hyypia. Margir af þeim leikmönnum Liverpool sem áttu að spila á Anfield í dag sendu skilaboð á samfélagsmiðlum sama efnis og Sami. 


Hér að ofan er mynd af Steven Gerrard skora sigurmark Liverpool á móti AC Milan í fyrra en liðin mættust í samskonar góðgerðarleik eins og stóð til að yrði leikinn á Anfield í dag. Liverpool vann leikinn við AC Milan 3:2.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan