| Sf. Gutt

Verðmætasta lið í Evrópu!


Samkvæmt útreikningum CIES er Liverpool verðmætasta lið í Evrópu. Liverpool er því ekki bara Evrópumeistari heldur líka verðmætasta lið álfunnar!

CIES Football Observatory er greiningarstofnun sem leggur mat á alls konar málefni tengd knattspyrnu.Í mati stofunarinnar var lagt mat á verðmæti 20 leikmanna í hverju liði. Í matinu var tekið tillit til aldurs leikmanna, lengd samnings hjá félaginu og fleiri atriðum. Eftir þessa útreikninga kemur út að liðshópur Liverpool er metinn á 213 milljarða íslenskra króna. Manchester City kemur næst á eftir Liverpool á listanum. Liðshópur þrefaldra meistara Englands er talinn 205 milljarða virði. Í þriðja sæti kemur Barcelona. Spænsku meistararnir eru með liðshóp upp á 177 milljarða króna.

Nokkra athygli hlýtur að vekja að Liverpool er talsvert verðmætara lið en Manchester City. Margir leikmanna City voru jú keyptir á mun hærri fjárhæðir en þeir sem eru í liðshópi Liverpool. Hér að neðan er listi tíu verðmætustu liða Evrópu. 

1. Liverpoool.
2. Manchester City
3. Barcelona. 
4. Real Madrid.
5. Chelsea. 
6. Manchester United. 
7. Paris Saint Germain.
8. Altetico Madrid.
9. Tottenham Hotspur. 
10. Juventus. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan