| Sf. Gutt

Samstaða!


Á þessum fordæmalausum tímum leggjast allir á eitt með að sýna samstöðu og láta gott af sér leiða. Hér eru nokkur dæmi um hvað Liverpool Football Club og leikmenn liðsins hafa gert. 

Leikmannahópur Liverpool og góðgerðarsamtök félagsins, LFC founation, gáfu 6,7 milljónir íslenskra króna til svokallaðra matarbanka sem útdeila mat til þurfandi. 

Há upphæð barst til sama málefnis í Skotlandi. Talið var að Andrew Robertson væri á bak við það framlag. Andrew er auðvitað fyrirliði skoska landsliðsins. 

Sadio Mané gaf 6,8 milljónir íslenskra króna til heilbrigðisyfirvalda í heimalandi sínu Senegal. Víst er að það munar um svona upphæðir. 

Liverpool FC tilkynnti að lausráðnu starfsfólki á heimaleikjum liðsins yrði borgað kaup vegna frestaðra leikja til loka apríl. Um er að ræða 42 milljónir króna á hvern leik. Þetta kemur mörgum vel sem reiða sig á þessa aukavinnu. 

Peter Moore, forstjóri Liverpool FC, bauð fram aðstoð vallarvarða félagsins í verslunum í Liverpool borg. Aðstoðin fólst í því að vallarverðirnir kæmu í sjálfboðavinnu í verslanir og hjálpuðu til. Til dæmis við að hafa skipulag á innhlypingu, við að stjórna umferð á bílastæðum og aðstoða aldraða. 

Eflaust eru dæmin fleiri en þessi sýna hug í verki!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan