| Sf. Gutt

Fordæmalausir tímar!


Fordæmalausir tímar! Segja má að allt liggji niðri hjá Liverpool Football Club enda er nú útgöngubann á Bretlandi. Auðar götur út um allt land og fáir á ferli. Reyndar er sama sagan um víða veröld. Hverjum hefði dottað það í hug fyrir nokkrum vikum? 

Leikmenn Liverpool hafa ekkert æft saman frá því Melwood lokaði um daginn. Þeir halda sér við heima með æfingadagská sem þjálfarar hafa útbúið og sent þeim. Við þetta sama borð sitja knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn um allan heim. 

Knattspyrna á Bretlandi hefur verið blásin af út apríl enda skiptir heill og heilsa almennings öllu! En eins og einhver orðaði það þá er knattspyrna þó það mikilvægasta hjá knattspyrnuunnendum af því sem minnstu máli skiptir!

Þangað til pestin gengur niður að einhverju marki er allt í óvissu hvenær hægt verður að hefja leik að nýju. Þetta eins og allt annað sem óorðið er kemur á daginn!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan