Ef og hefði!

Liverpool hefði getað orðið Englandsmeistari í kvöld! Tveir næstu leikir Liverpool sem liðið átti fyrir höndum þegar deildarkeppninni var frestað vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar voru gegn Everton og Burnley. Leikurinn gegn Everton átti að fara fram síðasta mánudagskvöld á Goodison Park. Í dag klukkan hálf sex átti Liverpool að spila við Crystal Palace á Anfield Road.
Segjum sem svo að Liverpool hefði unnið Everton og svo Crystal Palace í kvöld sem er mjög líklegt :) Með sigrum í þessum tveimur leikjum hefði Liverpool orðið Englandsmeistari 2020! Reyndar hefði Liverpool getað unnið titlilinn á Goodison Park ef Manchester City hefði misst stig í leikjum sem liðið átti áður en Liverpool mætti Everton!

Sem sagt ef allt hefði gengið eftir þá hefði verið söguleg veisla á Anfield í kvöld. Veislan bíður betri tíma en vonandi bara nokkrar vikur!
-
| HI
Keita ekki með - óljóst með Matip -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Sf. Gutt
Vonandi verður hann hérna sem lengst! -
| Grétar Magnússon
Stórleikur á Anfield -
| Grétar Magnússon
Bikarleikur dagsettur -
| HI
Tæpt að Matip nái leiknum -
| HI
Fær Shaqiri stærra hlutverk á næstunni? -
| Sf. Gutt
Fallegasta markið í FA bikarnum! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Markahæstur á árinu!