| Sf. Gutt

Datt ekki í hug að fara til Manchester United!


Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, segist ekki hafa dottið í hug að ganga til liðs við Manchester United. Hann fékk tilboð frá United núna í vetur.


Emre gerði samning við Borussia Dortmund fyrr á árinu eftir að hafa yfirgefið Juventus. Áhugi var hjá enskum liðum. Eme segir svo frá. ,,Ég fékk þrjú tilboð frá félögum í ensku Úrvalsdeildinni áður en ég gekk til liðs við Borussia Dortmund. Eitt þessara félaga var Manchester United en ég hugsaði ekki um tilboð þeirra í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool!" Þessi orð féllu í mjög góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum Liverpool!
Emre Can kom frá Bayer Leverkusen sumarið 2014 en hann hafði áður leikið eina leiktíð, 2013/14 með Bayern Munchen. Hann varð þýskur meistari með Bayern auk þess að vinna Stórbikarinn þar í landi. Hann fór frá Liverpool til Juventus 2018. Stuðningsmenn Liverpool voru ekki of ánægðir með að Þjóðverjinn skyldi fara án greiðslu en ekki náðust samningar um nýjan samning. Jürgen Klopp vildi halda landa sínum en það gekk ekki eftir. Emre varð kannski aldrei jafn góður hjá Liverpool og margir töldu en hann spilaði 167 leiki og skoraði 14 mörk. 

Emre varð ítalskur meistari með Juventus á síðasta keppnistímabili og vann stórbikar Ítalíu 2019. Emre spilaði lítið með Juventus eftir að Maurizio Sarri tók við sem framkvæmdastjóri á liðnu sumri. Dvölin á Ítalíu varð því styttri en til stóð.


Í janúar var Emre lánaður til til Borussia Dortmund. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að Dortmund hefði keypt þýska landsliðsmanninn. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan