| Sf. Gutt
Frestun á keppni í efstu knattspyrnudeildum Englands í karla- og kvennaflokki hefur verið framlengd. Keppni, vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar, var frestað í síðustu viku til fyrstu helgar í apríl. Í dag var ákveðið á fundi að framlengja frestun á keppni til 30. apríl hið minnsta!
Á fundinum í dag komu saman fulltrúar Úrvalsdeildarinnar, Ensku deildarinnar og Knattspyrnusambands Englands. Í yfirlýsingu kemur fram að aðilar máls leggja áherslu á að allt verði gert til þess að hægt verði að ljúka mótum þegar óhætt verður að hefja keppni í knattspyrnu á nýjan leik. Þetta verða að teljast góðar fréttir í öllum þeim vondu fréttum sem efst eru á baugi um þessar mundir.
Að sjálfsögðu fer nú allt eftir útbreiðslu pestarinnar. Ljóst er að mótahald mun dragast fram á sumar en unnið verður að því að ljúka þeim. Heilsa og heill fólks gengur þó fyrir öllu!
TIL BAKA
Frestun framlengd

Frestun á keppni í efstu knattspyrnudeildum Englands í karla- og kvennaflokki hefur verið framlengd. Keppni, vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar, var frestað í síðustu viku til fyrstu helgar í apríl. Í dag var ákveðið á fundi að framlengja frestun á keppni til 30. apríl hið minnsta!
Á fundinum í dag komu saman fulltrúar Úrvalsdeildarinnar, Ensku deildarinnar og Knattspyrnusambands Englands. Í yfirlýsingu kemur fram að aðilar máls leggja áherslu á að allt verði gert til þess að hægt verði að ljúka mótum þegar óhætt verður að hefja keppni í knattspyrnu á nýjan leik. Þetta verða að teljast góðar fréttir í öllum þeim vondu fréttum sem efst eru á baugi um þessar mundir.
Að sjálfsögðu fer nú allt eftir útbreiðslu pestarinnar. Ljóst er að mótahald mun dragast fram á sumar en unnið verður að því að ljúka þeim. Heilsa og heill fólks gengur þó fyrir öllu!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Arne jafnar met Kóngsins!
Fréttageymslan

