| Sf. Gutt

Evrópumóti landsliða frestað


Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða hefur verið frestað um eitt ár. Keppnin átti að fara fram núna í sumar. Út af 60 ára afmæli keppninnar átti úrslitakeppnin að fara fram vítt og breitt um Evrópu. Eftir fund UEFA í dag var tilkynnt að keppninni yrði frestað um eitt ár. Í raun var það eina vitið!

Suður Ameríkukeppnin átti líka að fara fram í sumar. Líkt og Evrópukeppni landsliða hefur keppninni verið frestað til 2021. 


Þetta þýðir að stefnan hefur verið sett á að spila deildarkeppnir í Evrópu til enda en nú er hlé á þeim vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar. Enska deildin á að hefjast á nýjan leik fyrstu helgina í apríl en hvort það tekst kemur í ljós þegar nær dregur. Alla vega verður allt reynt til að spila deildarkeppnirnar og Evrópukeppninnar tvær til loka. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefur til dæmis verið dagsettur 27. júní. Níu umferðir eru eftir af ensku Úrvalsdeildinni. Liverpool vantar sex stig til að vinna deildina. Vonandi næst að hefja keppni nógu tímanlega til þess að hægt verði að ljúka henni fyrir tilsettan tíma. Mikið er í húfi allra hluta vegna!

Það ber þó að hafa í huga að heill og heilsa fólks gengur fyrir öllu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan