| Sf. Gutt

Algjör óhæfa!


Mikið hefur verið rætt um hvernig eigi að afgreiða knattspyrnudeildir heimsins en nú er hlé á þeim flestum vegna útbreiðslu Covid – 19 veirunnar. Einn möguleikinn sem hefur verið nefndur er að yfirstandandi keppnistímabil verði lýst ógilt og ekki talið með. Sir Kenny Dalglish, fyrrum leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool, segir þann möguleika ekki koma til mála!

,,Það má alls ekki gerast að keppnistímabilið 2019/20 verði ekki talið með og lýst ógilt. Það yrði ósanngjarnt og allir þeir sem tengjast knattspyrnu myndu segja að það væri algjör óhæfa. Myndi það vera sanngjarnt í Skotlandi að Celtic, sem leiðir Úrvalsdeildina, myndi ekki fá neitt í sinn hlut? Myndi allt sem menn í þeirra herbúðum hafa lagt á sig í níu mánuði og í rúmlega 30 leikjum vera dæmt ógilt? Sama myndi gerast hjá Dundee United í næst efstu deild."


,,Myndi einhverjum detta í hug að það væri skynsamlegasta lausnin að koma í veg fyrir að Liverpool ynni titilinn eftir að hafa leikið frábærlega í þeim 29 deildarleikjum sem eru að baki og náð 25 stiga forystu á Manchester City þegar níu leikir eru eftir? Auðvitað ekki! Öll sú vinna sem sem menn hafa lagt á sig má ekki verða til einskis. Fólk á að hætta svona tali og beina kröftum sínum í að nota tíma sinn og orku á skynsamlegan hátt."



,,Ég er búinn að lifa og hrærast í knattspyrnunni í rúmlega 50 ár. Ég veit því fullvel hvað fólk í greininni leggur mikið á sig. Bara að láta sér detta í hug að ákveða að síðustu mánuðir telji ekki með yrði ósanngjarnt gagnvart þjálfurum, eigendum, leikmönnum, stuðningsmönnum og styrktaraðilum. Þetta hefur á mjög margan hátt verið gott keppnistímabil og það er ennþá margt til að gleðjast yfir. Það á mikið eftir að gerast en við verðum að tryggja að það verði hægt að ljúka leiktíðinni. Það er eini möguleikinn og annað yrði óhæfa!"

Kóngurinn hefur talað!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan