| Sf. Gutt

Allt stopp!


Segja má að allt sé stopp hjá Liverpool sem og öðrum liðum í efstu deildum Englands og allri Evrópu. Hér er það helsta um stöðuna. 


Í gær var allri keppni í efstu deildum á Englandi frestað vegna Covid – 19 veirunnar og útbreiðslu hennar. Þetta gildir bæði um karla- og kvennadeildir. Eins gildir þetta um yngri lið félaga. Reyndar er leikið í þeim deildum á Englandi sem teljast til utaandeilda. Það er deidlir sem eru fyrir neðan fjórar efstu deildirnar í karlaflokki. Þess má geta að KSÍ hefur aflýst öllu mótahaldi á Íslandi næstu vikur. 





Leikmenn Liverpool voru sendir heim frá Melwood í gær. Engar æfingar fara fram þar í bili og æfa leikmenn heima samkvæmt einstaklingsáætlunum sem þeir hafa fengið í hendur. Sama gildir um æfingar á Akademíu svæðinu þar sem yngri leikmenn Liverpool æfa.


Leikmenn Liverpool eru því komnir í sóttkví þó það sé kannski ekki nefnt því nafni opinberlega. Ekkert hefur verið gefið út um smit í herbúðum Liverpool en vitað er af nokkrum tilfellum í knattspyrnuheimunum. 

Goðsagnir Liverpool og Barcelona áttu að mætast á Anfield 28. mars í ágóðaleik. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 

Það er því allt í biðstöðu hvað varðar knattspyrnuna á meðan heilbrigðisyfirvöld leggja á ráðin um hvernig best er að fást við ástandið sem ríkir vegna veirunnar. Þó okkur knattspyrnuáhugafólki finnist þetta leiðinlegt er ekki annað að gera en að taka því sem að höndum ber. Heill og velferð fólks skiptir auðvitað mestu máli!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan