| Sf. Gutt

Allri knattspyrnu á Englandi frestað!


Allri dagská ensku knattspyrnunnar hefur verið frestað þar til í byrjun næsta mánaðar. Þetta er gert til að draga úr útbreiðslu  Covid – 19 veirunnar sem hefur breiðst út um heiminn síðustu vikur og mánuði.  

Þar til í dag var reiknað með að leikjadagská helgarinnar stæðist en í morgun var ákveðið að taka af skarið og fresta öllum leikjum í efstu deildum ensku deildarkeppninnar. Reiknað er með að næst verði leikið í ensku deildinni um helgina 4. og 5. apríl.  Í það minnsta verður staðan tekin í byrjun apríl og verði talið óhætt að taka upp þráðinn að nýju fer deildarkeppnin á Englandi þá aftur af stað. 


Liverpool átti að spila við Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið og svo við Aston Villa um næstu helgi. Svo átti að taka við landsleikjahlé samkvæmt dagskrá. Helgina sem þráðurinn verður hugsanlega tekinn upp á Liverpool að spila við Manchester City í Manchester. 

Víða um Evrópu hefur deildarkeppni í knattspyrnu og öðrum íþróttum verið frestað. Má nefna Þýskaland, Frakkland, Spán og Ítalíu. Eins var keppni í Evrópukeppnunum tveimur slegið á frest. 


Þessar ráðstafanir eru fordómalausar. En vonandi skila þær sér í því að keppni í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum hefjist sem fyrst og hægt verði að lúka keppnistímabilinu áður en lagt verður komið fram á sumar. Heilsa fólks gengur þó auðvitað fyrir öllu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan