Af markaskorun Mohamed Salah

Mohamed Salah lék sinn 100. deildarleik á móti Bournemouth í gær. Mohamed skoraði fyrra mark Liverpool í hinum mikilvæga 2:1 sigri og var það 70. mark hans í þessum 100 deildarleikjum. Í leikjunum 100 hefur hann lagt upp 24 mörk sem er frábær árangur.
Markaskorun Mohamed í þessum 100 leikjum slær flest út. Hann er með besta hutfall leikmanna Liverpool eftir að Úrvalsdeildin kom til skjalanna eins og sést á listanum hér að neðan.







Ef litið er á alla leikmenn frá því Úrvalsdeildin hófst er aðeins Alan Shearer með betri árangur en Mohamed eins og sést á listanum hér fyrir neðan.
Mohamed er líka búinn að skora meira en 20 mörk þriðju leiktíðina í röð ef taldar eru fyrstu leiktíðir leikmanns hjá félaginu. Hann er þriðji leikmaður Liverpool til að afreka þetta. Ian St John afrekaði þetta á árunum 1961 til 1964 og Kenny Dalglish endurtók leikinn frá 1977 til 1980. Hér að neðan er listi yfir markaskorun þessara leikmanna á fyrstu þremur keppnistímabilum sínum hjá Liverpool.



Það verður ekki annað sagt en að markaskorun Moahmed Salah sé mögnuð sama við hvað og hverja er miðað.
-
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah brýtur blað -
| Sf. Gutt
Yngsti fyrirliði Liverpool í sögunni!