| Sf. Gutt
Þegar flautað var til leiksloka í leik Liverpool og Bournemouth í dag var nýtt met í efstu deild á Englandi staðfest! Sigur Liverpool á Bournemouth, 2:1, var 22. deildarsigur Liverpool í röð á Anfield Road. Frá því Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Leicester City á Anfield 30. janúar í fyrra hefur liðið unnið 22 deildarleiki á heimavelli í röð. Svo skemmtilega vill til að fyrsti sigurinn í þessari miklu sigurgöngu var einmitt 3:0 sigur á Bournemouth 9. febrúar fyrir rúmu ári. Í þessum 22 leikjum hefur Liverpool skorað 63 mörk og fengið á sig 15. Virgil van Dijk er eini leikmaðurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum.
Liverpool átti líka gamla metið sem var 21 leikur. Sú sigurhrina var á valdatíma Bill Shankly og náði frá 29. janúar til 30. desember 1972. Hér að neðan eru fimm lengstu sigurgöngur liða í efstu deild á Englandi frá upphafi vega.
TIL BAKA
Nýtt met!

Þegar flautað var til leiksloka í leik Liverpool og Bournemouth í dag var nýtt met í efstu deild á Englandi staðfest! Sigur Liverpool á Bournemouth, 2:1, var 22. deildarsigur Liverpool í röð á Anfield Road. Frá því Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Leicester City á Anfield 30. janúar í fyrra hefur liðið unnið 22 deildarleiki á heimavelli í röð. Svo skemmtilega vill til að fyrsti sigurinn í þessari miklu sigurgöngu var einmitt 3:0 sigur á Bournemouth 9. febrúar fyrir rúmu ári. Í þessum 22 leikjum hefur Liverpool skorað 63 mörk og fengið á sig 15. Virgil van Dijk er eini leikmaðurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum.
Liverpool átti líka gamla metið sem var 21 leikur. Sú sigurhrina var á valdatíma Bill Shankly og náði frá 29. janúar til 30. desember 1972. Hér að neðan eru fimm lengstu sigurgöngur liða í efstu deild á Englandi frá upphafi vega.

7. mars 2020. Liverpool - 22 sigrar.
30. desember 1972. Liverpool - 21 sigur.
21. mars 2012. Manchester City - 20 sigrar.
1. apríl 1907. Newcastle United - 20 sigrar.
31. desember 1892. Preston North End - 20 sigrar.
Í þessu sambandi má nefna að Liverpool hefur nú leikið 55 deildarleiki í röð á Anfield án taps. Magnaður árangur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan