| Sf. Gutt

Eitt og annað um met


Eftir tap Liverpool á móti Watford liggur fyrir að liðið náði að spila 44 deildarleiki án þess að tapa. Það er næst lengsta taplausa hrina liðs í efstu deild frá upphafi á Englandi. 

Helstu staðreyndir um taplausa hrinu Liverpool.

- 44 deildarleikir án taps. 

- 422 dagar án taps í deildinni. Frá 3. janúar 2019 til 29. febrúar 2020.

- 106 stig af 111 mögulegum. 

Árangur Liverpool er hreint magnaður. Met Arsenal, 49 leikir, stóðst samt harða atlögu Liverpool og stendur áfram. Hér að neðan er listi yfir lengstu taplausu hrinur liða á Englandi. Öll liðin nema Huddersfield Town léku sína leiki í efstu deild. Leikir Huddersfield voru í annarri og þriðju efstu deild. 

Arsenal 2003 til 2004 - 49 leikir. 
Liverpool 2019 til 2020 - 44 leikir.
Huddersfield Town 2010 til 2011 - 43 leikir. 
Nottingham Forest 1977 til 1978 - 42 leikir. 
Chelsea 2004 til 2005 - 40 leikir.
Leeds United 1968 til 1969 - 34 leikir.

Arsenal og Preston North End eru einu liðin sem hafa leikið heilt keppnistímabili í efstu deild án þess að tapa. Arsenal lék alla leiktíðina 2003/2004 án þess að tapa deildarleik. Sem sagt 38 leiki. Preston North End tapaði ekki leik á leiktíðinni 1888/1989. Þá voru leiknir 32 leikir í efstu deild. 

Hér að neðan eru útreiknuð stig liðanna sem eru á listanum hérna að ofan. Aftasta talan er yfir meðaltal stiga í hverjum leik. Árangur Liverpool hvað stigasöfnun er bestur eins og sjá má.

Liverpool 44 leikir - 122 stig - 2,77 stig í leik. 
Chelsea 40 leikir - 106 stig - 2,65 stig í leik.  
Arsenal 49 leikir - 121 stig - 2,47 stig í leik.  
Leeds United 34 leikir - 76 stig - 2,24 stig í leik. 
Huddersfield Town 43 leikir - 93 stig - 2,16 stig í leik.  
Nottingham Forest 42 leikir - 84 stig - 2 stig í leik.

Í stærstu deildum Evrópu skila 44 leikir Liverpool án taps liðinu í fimmta sæti yfir tapleysi. Hér að neðan eru tveir listar. Fyrst yfir leiki án taps og svo daga án taps. 

AC Milan 1991 til 1993 - 58 leikir. 
Bayern Munchen 2012 til 2014 - 53 leikir. 
Arsenal 2003 til 2004 - 49 leikir. 
Juventus 2011 til 2012 - 49 leikir. 
Liverpool 2019 til 2020 - 44 leikir.

AC Milan 1991 til 1993 - 672 dagar. 
Perugia 1978 til 1979 - 546 dagar.
Arsenal 2003 til 2004 - 539 dagar. 
Juventus 2011 til 2012 - 538 dagar.
Bayern Munchen  2012 til 2014 - 524 dagar. 
Liverpool 2019 til 2020 - 422 dagar.



Fyrir leikinn á móti Watford hafði Liverpool skorað í 36 deildarleikjum í röð. Vel af sér vikið. 



Tap Liverpool fyrir Watford kom í veg fyrir að Liverpool næði að slá met Manchester City yfir sigra í röð í efstu deild. Liverpool jafnaði metið með því að vinna West Ham United 3:2 á mánudagskvöldið og deilir því metinu með City. Hér að neðan er listi yfir flesta sigra í röð í efstu deild á Englandi. Dagsetningin sem fylgir segir til um hvenær síðasti sigurinn í sigurgöngunni fór fram. 

24. febrúar 2020. Liverpool 18 sigrar.
27. desember 2017. Manchester City 18 sigrar. 
5. október 2019. Liverpool 17 sigrar. 
10. ágúst 2019. Manchester City 15 sigrar. 
18. ágúst 2002. Arsenal 14 sigrar.

Á þessum lista má sjá að afrek Liverpool er mikið því liðið á tvær sigurgöngur á þessari leiktíð. Fyrri sigurgangan nær reyndar til síðasta tímabils en sama er. Fyrst 17 sigrar í röð, eitt jafntefli og svo 18 sigrar í röð!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan