| HI

Fjárhagur Liverpool FC firnasterkur

Ársreikningur Liverpool fyrir síðasta tímabil hefur verið birtur og lítur vel út, svo ekki sé meira sagt. Tekjur hafa aukist og reksturinn almennt lítur afar vel út.

Það þarf auðvitað ekki að rifja upp að árangurinn á fótboltavellinum var frábær. Meistaradeild Evrópu vannst í sjötta sinn. Að auki fjárfesti félagið meira í leikmönnum en nokkru sinni fyrr, eða fyrr alls 223 milljónir punda. Þeir peningar nýttust í fjóra leikmenn; Alisson Becker, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri, en fimm leikmenn yfirgáfu félagið. Samningar voru framlengdir við ellefu leikmenn, þar á meðal Jordan Henderson, Roberto Firmino, Mohamed Salah, Sadio Mane, Andy Robertson og Trent Alexander-Arnold. Að auki var skrifað undir níu nýja samstarfssamninga og 50 milljónir punda settar í nýtt æfingasvæði sem verður tekið í notkun í júlí.

Tekjur jukust um 78 milljónir punda og voru alls 533 milljónir. Mestan þátt í því áttu sjónvarpstekjur vegna meistaradeildarinnar. Andy Hughes framkvæmdastjóri félagsins segir þetta renna styrkari fjárhagslegri stoðum undir félagið. „Hins vegar heldur kostnaðurinn við fótboltann áfram að aukast, bæði í  kaupum á leikmönnum og öðrum útgjöldum en það er stöðugleikinn í fjárhagnum sem skiptir okkur mestu máli.“

Það sem er líka ánægjulegt er að vörur tengdar Liverpool eru að seljast meira og víðar en áður, og meðal annars hafa verið opnaðar Liverpoolbúðir í Malasíu og Taílandi, auk þess sem vörurnar eru til sölu á Amazon í Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgaði um 26% og Youtube-rásin náði 2,5 milljónum áskrifenda og er ekkert enskt úrvalsdeildarlið með fleiri áskrifendur þar. 

Það er því allt í blóma í bókhaldinu rétt eins og á vellinum.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan