| HI

Hægt að panta borð á árshátíð

Árshátíð Liverpoolklúbbsins verður haldin með pompi og prakt 28. mars næstkomandi í Austurbæjarbíó.

Heiðursgesturinn í ár er enginn annar en einn besti markvörður í breskri sögu, og einn flottasti ræðumaðurinn og sérfræðingurinn um enska boltann.

Ray Clemence lék bæði undir stjórn Bills Shankly og Bob Paisley (1967-1981) en hann vann þrjá Evrópubikara og ensku deildina fimm sinnum með Liverpool. Clemence er einn af aðeins 25 leikmönnum sem hafa spilað yfir 1000 leiki á ferlinum og hefur tvisvar verið valinn einn besti leikmaður sem spilað hefur með Liverpool í netkosningum Liverpool FC.

Þessi goðsagnakenndi markmaður hefur nýverið gengið í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð, svo við erum því sérstaklega spennt að fá heiðra hann með sérstöku kvöldi í Reykjavík.

Hörkudagskrá verður að vanda en engin önnur en stórdívan Regína Ósk mun opna árshátíðina með þjóðsöng okkar ásamt því sem hún mun leiða stuðbandið á balli í lok kvöldsins.

Okkar eigin Liverpool trúbador, Arnar Friðriks, mun kveikja í mannskapnum með Liverpool lögunum okkar sem allir þekkja!


Verð á árshátíðina er 11.900 krónur.

Matur verður framreiddur af Gumma meistarakokk frá Laugarás á glæsilegu hlaðborði.

Hunangs kalkún og naut
Ofnbakað Eggaldin með PestoFeta osti & Kirsuberja tómat salsa
*Meðlæti á hlaðborði
Madeirakremsósa
Miðjarðarhafssalat með melónu og ananas
Ferskt ristað grænmeti,
sætar kartöflur & steinseljurót
Ferskt blaðsalat mangochili
Timianakryddaðar kartöflur.

Við opnum fyrir borðapantanir núna en hægt er að panta 10 manna borð með því að senda póst á [email protected], en reynsla okkar er sú að það er töluverður fjöldi sem kemur ár eftir ár og vill sitja saman.
Miðasala opnar svo fyrir staka miða í lok vikunnar.

Þetta verður frábært að venju og viðburður sem enginn Liverpool aðdáandi vill missa af!

Með Liverpool kveðju
Stjórn Liverpool klúbbsins
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan