| Sf. Gutt

Met forysta!


Liverpool er nú sem stendur með 25 stiga forystu á Manchester City í Úrvalsdeildinni. Liverpool er með 76 stig en Manchester City 51. Aldrei hefur annað eins sést hvað forystu varðar í deild á Englandi og þótt mun víðar væri leitað!


Fyrir sigur Liverpool í Norwich í gær var forystan 22 stig sem var líka met. Reyndar á Manchester City leik til góða en sama er að hér er um óþekktar stærðargráður að ræða!

Hér að neðan er listi yfir mestu forystur sem lið hafa náð í efstu deild frá upphafi vega á Englandi. 

15. febrúar 2020. Liverpool. 25 leikir - 25 stig í forystu. Keppni ekki lokið!
13. maí 2018. Manchester City. 38 leikir - 19 stig í forystu. Lokastaða. 
14. maí 2000. Manchester United. 38 leikir - 18 stig í forystu. Lokastaða. 
12. apríl 1983. Liverpool. 36 leikir - 17 stig í forystu. 
23. janúar 1988. Liverpool. 24 leikir - 17 stig í forystu. 
4. mars. 2006. Chelsea. 28 leikir - 17 stig í forystu. 

Í öllum þessum tilvikum urðu liðin hér að ofan Englandsmeistarar.  Nú er að sjá hvort það sama verður í vor!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan