Tölfræðin sýnir ekki það sem Henderson gefur

Tim Sherwood fyrrverandi leikmaður Norwich og Blackburn og nú knattspyrnusérfræðingur hjá BT Sport gerði frammistöðu hans að umtalsefni. Hann segir að áhrifin nái langt út fyrir frammistöðu hans á vellinum.
„Ég held að Jordan Henderson gefi nokkuð sem ekki er hægt að sjá í tölfræðinni. Það sem hann gerir sést ekki. Maður sér hvað sá gerir sem gefur stoðsendingar og skorar mörk, en tölfræðin sýnir ekki það sem maður gerir í búningsklefanum og á æfingasvæðinu daglega.
Það sem þessi drengur gefur með persónuleika sínum drífur aðra til að gera góða hluti á hverjum einasta degi. Það verður ekki sett í tölur. Hann er ótrúlegur leiðtogi leikmannahópsins.
Kenny Dalglish fékk hann til félagsins fyrir mörgum árum og hann er einn af fáum en eru eftir frá leikmannahópnum 2016. Hvers vegna? Vegna þess að Jürgen Klopp færi engan betri í staðinn. Það eru til betri knattspyrnumenn en ekki betri leiðtogar. Hann fer í sögubækurnar sem einn áhrifamesti fyrirliðinn i sögu Liverpool.“
Stór orð - en fáir geta líklega mótmælt þessu núna.
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!