| Sf. Gutt

Stækkun Anfield komin vel á rekspöl


Það er óhætt að segja að nýjasta stækkunin á Anfield sé komin vel á rekspöl. Stækkunin á Anfield Road end stúkunni hefur verið á teikniborðinu eftir að Aðalstúkan, Main stand, var tekin í notkun. Það var svo tilkynnt um endurbyggingu stúkunnar í lok nóvember. Síðan hefur staðið yfir kynningarferli sem trúlega mætti kalla grenndarkynningu. Ferlið hefur gengið vel og því er nú að ljúka. 

Ef allt gengur eftir hefjast framkvæmdir við endurbyggingu Anfield Road end stúkunnar nú í lok árs. Endurbyggingu á að vera lokið þegar keppnistímabilið 2022/23 hefst. Við stækkun stúkunnar bætast 7.000 sæti við þau sem fyrir eru. Þar af verða 5.200 venjuleg sæti en 1.800 sæti eru í gegnum einkastúkur þar sem boðið er upp á mat, drykk og afþreyingu fyrir og eftir leik. Eftir þessa stækkun rúmast 61.000 áhorfendur á Anfield Road en leikvangurinn tekur núna 54.074 áhorfendur!


Anfield Road stúkan var síðast endurbyggð árið 1998. Stúkan tekur núna 9.000 áhorfendur en stækkunin bætir 7.000 sætum við hana eins og áður segir. Eftir fyrirhugaðar framkvæmdir verður Anfield Road þriðji stærsti leikvangur á Englandi.

Hér má sjá
myndir af nýju stúkunni á vefsíðu Liverpool Echo. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan