| HI

Stewart skrifar undir atvinnumannasamning

Hinn 17 ára framherji akademíunnar í Liverpool, Layton Stewart, hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá félaginu.

Stewart hefur leikið vel með 18 ára liðinu í vetur. Hann skoraði til að mynda tvisvar í fyrsta leik liðsins á tímabilinu og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði þrennu í síðasta leik sínum með liðinu, gegn Sunderland nú í janúar. Hann hefur einnig skorað mikilvæg mörg í Evrópukeppni 19 ára liða, meðal annars sigurmarkið gegn Salzburg á útivelli sem tryggði liðinu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. 

Stewart hefur líka fengið smjörþefinn af 23 ára liðinu, leikið tvo leiki og skorað eitt mark. Hann hefur einu sinni komist í aðalliðshóp - gegn Aston Villa í deildarbikarnum nú í desember þar sem 23 ára liðið spilaði leikinn. 

Verður fróðlegt að sjá hvað verður úr piltinum í framtíðinni.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan